Sumarstarf í skjalavistun - Innkaupastýring HH

Ertu skipulagður einstaklingur í leit að sumarstarfi? 

Við hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitum að nákvæmum og drífandi einstaklingi til starfa á skrifstofu stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á skipulagningu og tiltekt en starfið felur í skjalvistun og frágang gagna.  Æskilegt er að hefja störf 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Frágangur skjala og gagna til geymslu
  • Skráning upplýsinga í sjúkraskrákerfi
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Nákvæmni og vandvirkni
  • Sjálfstæði í starfi og vönduð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Lágmarksaldur 18 ára

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.05.2025

Nánari upplýsingar veitir

Sunna Kristín Wium Magnúsdóttir - [email protected] - 513-5000

HH Fjármál og rekstur, innkaupastýring
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »
OSZAR »